Auktu veru þína á golfvellinum með því að koma í veg fyrir meiðsli.Golf meiðsli eru alltof algeng meðal kylfinga, flest þeirra má rekja til of notkunar vegna ákveðins hreyfiferils, þesi hreyfiferill er svo eitthvað sem líkami þinn hefur ekki tök á að framkvæma trekk eftir trekk. Rannsóknir sýna fram á algengustu meiðslin meðal lágforgjafar kylfinga eru bakmeiðsli, svo eru það úlnliðsmeiðsli og í þriðja sæti eru svo axlarmeiðsli. Hins vegar eru olnboga meiðsli algengust meðal almennra kylfinga, svo eru það bak- og axlarmeiðsli sem eru algengustu meiðslin. Meiðsli hjá kylfingum geta komið fram hvar sem er í líkamanum ef liðleiki og styrkur hjá kylfingum er ekki til staðar. Golf meiðsli eru ekki einungis vandamál fyrir frístunda kylfinginn, þvert á móti eykst hættan á meiðslum eftir því sem spilar meira. Hættan á golfmeiðslum eykst verulega ef spilaðar eru meira en fjórir hringir á viku eða þegar slegnir eru fleiri en 200 boltar á æfingasvæðinu. Golf meiðsli geta orðið krónísk þegar spilað er í sársauka eða ef kylfingurinn leitar sér ekki aðstoðar. Kylfingar þurfa að vera í nógu góðu líkamlegu formi til þess að standast það álag sem líkaminn verður fyrir þegar hann sveiflar kylfiunni. Golfform getur kennt þér að æfa rétt og vel og koma þannig í veg fyrir þessi meiðsli. Fyrirbygging golf meiðsla Hjá Golfform er unnið með þjálfun til þess fyrirbyggja meiðsli. Markmið Golfform er ekki einungis að hjálpa kylfingum að öðlast góðan grunn fyrir golfsveifluna heldur einnig að ná upp góðu og jöfnu líkamlegu ásigkomulagi. Með öðrum orðum að byggja upp góðan alls herjar grunn. Helstu orsakir golf meiðsla Meiðsli í mjóbaki eru vegna þess að líkami þinn er óhæfur til þess að standast það álag sem á hann er lagt í golfsveiflunni. Sem betur fer er hægt að búa líkamann betur undir þetta álag með líðleika og styrktarþjálfun, sem kemur á vöðva jafnvægi í líkamanum. Ef kylfingurinn er ekki með nægan liðleika í hægri mjöðm í baksveiflunni leiðir það til þess að kylfingurinn beygir mjaðmargrindina og hryggsúluna um of, það leiðir til aukins álags og snúnings á mjóbakið. Algengur sveiflugalli sem tengdur er stífleika í mjöðm er mjaðmarskrið eða mjaðmarsveigja. Ef kylfingurinn býr ekki yfir nógu góðum stöðugleika í á þessu svæði er ástandið enn verra þar sem það leiðir til bakverks. Golf meiðsli er oft á tíðum pirrandi og sársaukafull, öflugt líkamsmat auk þess að vinna náið með golfkennara þínum getur dregið verulega úr hættunni á golf meiðslum. Golfform vinnur með kylfingum til þess að m getir spilað meiðsla laus á næsta tímabili. |