![]() Hver hefur ekki fengið að heyra setningar eins og, horfðu á boltann?Þú leist upp? Þú steigst uppúr sveiflunni? Haltu þunganum í vinstri fætinu? Ef þú hefur farið í golfkennslu eða spilað hring með félögunum hefur þú eflaust fengið að heyra einhvern af þessum frösum. En fyrir hvað standa þessar setningar? Þýðir þetta að þú sláir lengra, beinna eða af meiri stöðugleika ef svo ólíklega vildi til að þú næðir að laga þetta í næsta höggi? Golfsveiflan er flókin og einstaklingsbundið fyrirbæri sem þarfnast mismunandi nálgunar fyrir hvern og einn. Tilgangurinn með þessari grein er að reyna að kenna þér eða segja þér í nokkrum atriðum hvernig þú getur útbúið æfingaáætlun fyrir þig til þess að þú bætir leik þinn. 1. Getur þú staðið á öðrum fæti með augun lokuð, lengur en í 15 sekúndur án þess að detta eða opna augun.? Sá fótur sem er ekki staðið á að vera í 90° útfrá mjöðm. 2. Getur þú snert á þér tærnar án þess að beygja hné? 3. Getur þú rétt úr höndum fyrir ofan höfuð, án þess að beygja á þér hendurnar eða sveigja aftur á þér bakið? 4. Getur þú framkvæmt hnébeygju? Getur þú framkvæmt djúpa hnébeygju án þess að detta. 5. Getur þú spilað 18 holur án þess að þreytast verulega á meðan þú spilar? Ef svarið er nei við öllum fimm spurningum þarft þú að koma þér í samband við þjálfara til þess að koma þér aftur á beina braut, það er talsvert meira í gangi með líkama þinn en eitt blogg getur afgreitt. Ef svarið er neitandi við spurningu 1 og seinni hlutanum í spurningu 4, þá þarftu að vinna í jafnvæginu eða fá aðstoð þjálfara til þess að vinna í því með þér. Ef svarið er neitandi við spurningu 2,4 og/eða 3 þarftu að vinna með liðleikaþjálfun. Framkvæma æfingar eins og teygjur, nudd, og mýkja upp stífa og auma líkamshluta með frauðrúllu. Ef svarið við lið 5 er neitandi þarftu að vinna með þolþjálfun.
0 Comments
|
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|