Bandvefslosun bætir hreyfifærni og líðan einstaklinga á öllum aldri. Bandvefslosun er orðin viðurkennd aðferð hjá íþróttamönnum jafnt sem almenningi til þess að bæta almenna líðan og heilsu.
Bandvefslosun (BVL) eða Self-myofascial release (SMR) losar um þrýsting og ofvirkni í bandvef og gerir það að verkum að viðkomandi svæði eða vefur er betur undir það búinn þegar viðkomandi fer að þjálfa eða teygja á vöðvunum. Ef unnið er reglulega með BVL hjálpar það þeim einstaklingum sem eru að þjálfa til þess að auka gæði og hreyfifærni í æfingunum til lengri tíma. Kylfingar jafnt sem aðrir hafa góð not fyrir bandvefslosun, til þes að bæta vöðvafærni, liðleika og golfsveifluna. Kylfingar sem eru slæmir aftan í læri ættu til dæmis að einblína á að mýkja á sér rassvöðvana jafnt sem aftanlæris vöðvana sjálfa.
0 Comments
|
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|