![]() Mikil umræða og misskilningur hefur verið um neyslu koffeins á meðan eða fyrir golfiðkun. Sumir sérfræðingar telja að neyslan bæti frammistöðu kylfinga en aðrir telja að hún dragi úr frammistöðu. Rannsókn á þessu var framkvæmd hjá Áströlsku íþóttastofnunni (ÁÍ) og var markmið rannsóknarinnar að reyna að auka upplýsingar um þetta efni annars vegar og hins vegar að draga úr misskilningi varðandi koffein og inntöku þess. Koffein er ekki á bannlista hjá Alþjóða lyfjaeftirlits nefndinni en það var fjarlægt af bannlista árið 2004, vinsælir drykkir eins og kaffi, gosdrykkir og jafnvel ýmis lyf innihalda talsvert magnn af koffeini. 30-100 mg af kaffi geta verið í hverjum skammti af ýmsum gosdrykkjum og súkkulaði.
0 Comments
![]() Nokkrar spurningar hafa borist Golfform varðandi líkamsþjálfun fyrir kylfinga. Helgi spurði: Hvaða styrktarþjálfun sé best að leggja áherslu á til þess að auka sveifluhraða? Góðar æfingar til þess að bæta sveifluhraða eru hvers kyns snúnings æfingar þar sem unnið er til dæmis í trissu eða með æfingateygju. Viðarhögg (e.wood chop) þar sem unnið er einnig með jafnvægi og virkja þarf miðju (e.core) líkamans. Hugsa þarf um að vinna með æfingarnar í sem bestri golfstöðu, hnéin bogin og bakið beint. Æfingar sem styrkja vöðvana kringum herðablaðið, eins og hliðarfærsla og miðjufærsla í trissu hjálpa kylfingum einnig mikið við að auka stjórn á kylfunni í sveiflunni. Kylfingum er velkomið að senda spurningar og fyrirspurnir varðandi líkamsþjálfun fyrir kylfinga á haddi@golfform.is |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|