![]() Kenningin um X factor í golfsveiflunni kom fram á sjónarsviðið árið 1992 og var það golfkennarinn Jim McLean sem setti þessa kenningu fram. Enn þann dag í dag er þetta gott og gilt hugtak og golfkennarar jafnt sem flest allir kylfingar er meðvitaður um það. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á X-factor eða x-áhrifin eins og þetta verður kallað hér eftir. Hvað eru x-áhrifin Samkvæmt Dr. Greg Rose hjá TPI, er það aðskilnaður á milli efri og neðri hluta líkamans. Ef kylfingur snýr neðri hluta líkamans (mjöðmum) í 40 gráður og efri hluta líkamans (öxlum) í 90 gráður eru x áhrifin hjá þessum kylfingi 50 gráður. (90-40=50).
0 Comments
|
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|