![]() S - líkamsstaða er einna algengasta dæmið um vöðva ójafnvægi í líkamanum. Kylfingar með S - líkamsstöðu hafa sveigju inná við í mjóbakinu, orsökin fyrir þessari sveigju er sú að vöðvarnir í mjóbakinu og beygjuvöðvar mjaðma eru stífir og stuttir en kvið vöðvarnir og rassvöðvarnir eru á móti langir og slakir. Það var tékkneskur sjúkraþjálfari að nafni Vladamir Janda sem kom með þessa kenningu fram á sjónarsviðið, hann setti samhengi á milli slæmrar líkmasstöðu hjá fólki og þeirra stellinga sem fólk var í allan liðlangan daginn vegna vinnu sinnar. Ef einstaklingur vinnur við skrifborð í átta tíma á dag styttast beygjuvöðvarnir í mjöðmunum, heilinn sendir þá skilaboð um að það þurfi að slaka á gagnverkandi vöðvum beygjuvöðva mjaðmanna sem í þessu tilfelli eru rassvöðvarnir. Þar sem rassvöðvarnir verða óvirkir fara aðrir vöðvar eins og aftan læris vöðvarnir og mjóbaks vöðvarnir að koma inní hreyfingar eins og mjaðmaréttu sem rassvöðvinn ætti að sjá um einn og sér. Það er einfalt mál að meta hvort kylfingur er með S-líkamsstöðu, ef hann stillir sér upp til þess að slá högg þá getur félaginn athugað stöðuna á bakinu á honum ef það er veruleg sveigja í mjóbakinu þá er kylfingurinn í S-stöðu og er þar af leiðandi í verulegri hættu á að finna fyrir eymslum í baki við golfiðkun. Hætta er á kylfingar setji sig í þessa líkamsstöðu vísvitandi þar sem þeir hafa heyrt talað um að gott sé að stinga rassinum út þegar stilla sér upp fyrir golfhögg. Sveiflugallar í tengslum við S-líkamsstöðu 1. Hryggsúlan og mjaðmagrindin vinna illa saman. 2. Hætta á hliðarfærslu á mjaðmagrind í aftursveiflu. 3. Öfug staða á hryggsúlu í efstu stöðu aftursveiflu, líkami hallar frá skotmarkinu. 4. Helstu áhættan er þó fólgin í því að kylfingurinn meiðist í mjóbaki eða þrói með sér krónískan bakverk. Leiðir til þess að vinna gegn S-líkamsstöðu 1. Teygja á mjóbaki og beygjuvöðvum mjaðma. 2. Styrkja kviðvöðva og rassvöðva. 3. Æfa í spegli hlutlausa uppstillingu fyrir golfsveifluna. Oft gott að notast við 5 járn og leggja það á bakið á sér og verður uppstilling þá auðveldari.
0 Comments
![]() Kylfingar með C-líkamsstöðu eiga yfirleitt erfitt með að klára aftur og framsveilfu, kylfingurinn neyðist til þess að beygja olnboga í aftursveiflunni sem leiðir til kraftleysis í framsveiflunni þar sem hann er búinn að losa um alla þá orkumyndun sem hann er búinn að byggja upp í aftursveiflunni. Ástæðan fyrir C-líkamsstöðu er sú að brjóstvöðvarnir eru stuttir og stífir en bakvöðvarnir í brjóstbaki eru hins vegar langir og slappir eða líitið sem ekkert þjálfaðir. Í nútíma samfélagi er þetta ekki óalgeng líkamsstaða sérstaklega hjá þeim sem vinna við tölvur allan daginn, ofan á þetta vill oft bætast við þetta að höfuðuð verður framstæðara þar sem vöðvarnir aftan í hálsinum lengjast og vöðvarnir framan í hálsinum styttast. Helstu sveiflugallar tengdir þessari líkamsstöðu eru: A.20-30% styttri aftursveifla, vegna takmarkana í bolvindu. B. Kylfingurinn á til að reisa sig upp í aftursveiflunni. C. Kylfingurinn á til með að beygja arma í aftursveiflu til þess að auka sveifluferil. D. Axlir komast ekki undir höfuð og við það verður oft hliðarfærsla á líkamanum í aftursveiflu. Til þess að laga þessa líkamsstöðu þarf að vinna í eftirfarandi þáttum. 1. Byrja þarf á því að vinna með að teygja á brjóstvöðvum. 2. Styrktaræfingar fyrir vöðva í brjóstbaki eru einnig mikilvægar fyrir kylfinga með þessa líkamsstöðu. 3. Hættu að gera kviðkreppur á gólfi eða í tækjum, kviðkreppur stuðla að C-líkamsstöðu og því eru kviðkreppur ekki æskilegar fyrir kylfinga. |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|