Bandvefslosun bætir hreyfifærni og líðan einstaklinga á öllum aldri. Bandvefslosun er orðin viðurkennd aðferð hjá íþróttamönnum jafnt sem almenningi til þess að bæta almenna líðan og heilsu. Bandvefslosun (BVL) eða Self-myofascial release (SMR) losar um þrýsting og ofvirkni í bandvef og gerir það að verkum að viðkomandi svæði eða vefur er betur undir það búinn þegar viðkomandi fer að þjálfa eða teygja á vöðvunum. Ef unnið er reglulega með BVL hjálpar það þeim einstaklingum sem eru að þjálfa til þess að auka gæði og hreyfifærni í æfingunum til lengri tíma. Kylfingar jafnt sem aðrir hafa góð not fyrir bandvefslosun, til þes að bæta vöðvafærni, liðleika og golfsveifluna. Kylfingar sem eru slæmir aftan í læri ættu til dæmis að einblína á að mýkja á sér rassvöðvana jafnt sem aftanlæris vöðvana sjálfa.
Mikilvægt er að stöðva og vinna nánar á aumum svæðum í viðkomandi vöðvahóp þegar einstaklingurinn finnur slíkt. Hægt er að bæta við auknum þunga á mismunandi líkamshluta með því að t.d. krossleggja fætur eða lyfta líkamanum upp frá jörðu.
Þegar golftímabilið hefst svo er tilvalið að rúlla stærstu vöðvahópana um kvöldið eftir að spilaðar hafa verið 18 holut, með því tryggir þú að vera betur búin undir það að fara að spila aftur næsta dag. Gott er að reyna að rúlla hvern vöðvahóp 8-12 sinnum auk þess að stöðva og taka stutt auka rúll þegar fundið er fyrir sérstökum stífleika. Rúllur þessar eru komnar inná flestar líkamsræktarstöðvar og nú er bara að láta til skarar skríða og prófa smá bandvefslosun. Fyrir þá sem vilja fjárfesta í svona rúllu þá fást þær í flestum líkamsræktar og íþróttavöru verslunum eins og Altis Hfj. Eirberg og Hreysti.
0 Comments
Leave a Reply. |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|