![]() Kylfingar með C-líkamsstöðu eiga yfirleitt erfitt með að klára aftur og framsveilfu, kylfingurinn neyðist til þess að beygja olnboga í aftursveiflunni sem leiðir til kraftleysis í framsveiflunni þar sem hann er búinn að losa um alla þá orkumyndun sem hann er búinn að byggja upp í aftursveiflunni. Ástæðan fyrir C-líkamsstöðu er sú að brjóstvöðvarnir eru stuttir og stífir en bakvöðvarnir í brjóstbaki eru hins vegar langir og slappir eða líitið sem ekkert þjálfaðir. Í nútíma samfélagi er þetta ekki óalgeng líkamsstaða sérstaklega hjá þeim sem vinna við tölvur allan daginn, ofan á þetta vill oft bætast við þetta að höfuðuð verður framstæðara þar sem vöðvarnir aftan í hálsinum lengjast og vöðvarnir framan í hálsinum styttast. Helstu sveiflugallar tengdir þessari líkamsstöðu eru: A.20-30% styttri aftursveifla, vegna takmarkana í bolvindu. B. Kylfingurinn á til að reisa sig upp í aftursveiflunni. C. Kylfingurinn á til með að beygja arma í aftursveiflu til þess að auka sveifluferil. D. Axlir komast ekki undir höfuð og við það verður oft hliðarfærsla á líkamanum í aftursveiflu. Til þess að laga þessa líkamsstöðu þarf að vinna í eftirfarandi þáttum. 1. Byrja þarf á því að vinna með að teygja á brjóstvöðvum. 2. Styrktaræfingar fyrir vöðva í brjóstbaki eru einnig mikilvægar fyrir kylfinga með þessa líkamsstöðu. 3. Hættu að gera kviðkreppur á gólfi eða í tækjum, kviðkreppur stuðla að C-líkamsstöðu og því eru kviðkreppur ekki æskilegar fyrir kylfinga.
0 Comments
Leave a Reply. |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|