![]() Nú er sá tími árs að fjöldi kylfinga á klakanum leggja land undir fót og fara í golfferðir, markmiðið er hjá flestum að undirbúa sig enn betur fyrir tímabiliið sem er framundan. Spánn og England eru eflaust með vinsælli áfangastöðum íslenskra kylfinga og þar er talsvert heitara í veðri heldur en á góðum íslenskum sumardegi, þótt nú sé einuningis mánaðarmótin mars/apríl. Mikilvægt er fyrir kylfinga að hafa nokkur atriði í huga þegar spilað er í heitu veðri. Mikilvæg er að fylgjast aðeins með spilamennskunni, ertu að byrja vel og fer skorið svo að dala í kringum 10 holu eða ertu bara í góðum málum allan hringinn. Ásamt því að vera með derhúfu og sólarvörn eru gott að hafa eftirarandi í huga til þess að standast hitann og njóta leiksins. 1. Vökvajafnvægi. Mikilvægt er fyrir þig að hafa með sér íþróttadrykki (Powerade, Aquarius o.fl.) sem innihalda kolvetni og steinefni sem kylfingurinn fær ekki útúr vatni í flösku. Redbull, Magic og þess háttar orku drykkir eru ekki íþróttadrykkir. Þegar þú svitnar tapar hann steinefnum úr líkamanum með svita sem hafa áhrif á orkujafnvægi líkamans. 2. Nasl er mikilvægt. Mikilvægt er að hafa með sér auðveld prótein og trefja í golfpokanum, þurkaðir ávextir, bananar, epli, hnetur, og proteins stykki sem er með um 10 grömm af próteini og 3 grömm af trefjum. Taktu því nesti með þér í pokann af morgunverðar hlaðborðinu. 3. Naslaðu rétt Fáðu þér eitthvað nasl á holum 3, 6,9,12 og 15. Að fá sér eitthvað lítillæti reglulega kemur orkujafnvægi á líkamanna, það kemur einnig í veg fyrir að þú verðir of æstur og hjálpar þér að halda einbeitingu og vinna með fínhreyfingar. Regluleg orkuneysla kemur einnig í veg fyrir að þú farir yfir strikið á 19 holunni. 4. Kylfuval Jafnvel þótt þú sért að slá þitt besta högg er erfitt að reikna með hámarks högglengd. Það er jafnvel enn erfiðara við heitar og rakar aðstæður. Aðlagaðu væntingar þínar við leik þinn og, taktu 6 járn í staðinn fyrir 7 járn, ef þú ert of langur eru yfirleitt færri hindranir fyrir aftan flatirnar en fyrir framan þær. Flatirnar erlendis taka líka yfirleitt betur við boltanum og bolti sem hittir flöt er liklegri til að stöðva inná henni. 5. Vertu í golfformi. Hlaupabrettið, hjólið eða skíðavélin á líkamsræktar stöðinni þinni ættu að vera þau tæki sem þú værir búinn að nýta þér talsvert fyrir golfferðina. Þolþjálfun er góð til þess viðhalda góðri heilsu og byggir upp styrk og kraft í fótum. Góður undirbúningur býr þig einnig betur undir það að takast á við heitar aðstæður. Sérhæfð golf líkamsþjálfun yfir vetrarmánuðina ætti að sýna fram á betri frammistöðu í golfferðinni og svo ekki sé talað um sjálfsöryggið sem þú ert nú þegar kominn með vegna góðs undirbúnings. Hér skiptum við þolþjálfunni uppí 3 stig. -Skorpuþjálfun I. Vinna í 30 mínútur, hita upp í 5 mín. Fara uppí þann hraða sem þú nærð að halda samræðum í 4 mínútur og taka svo 1 mínútu í endurheimt. Skorpuþjálfun III. Vinna í 30 mínútur með 5 mín. Upphitun. Hlaupa svo á 90% hámaarkspúls í 30 sekúndur og skokka svo rólega í 60 sekúndur. Gera þetta til skiptis í 20 mínútur og enda svo á 5 mínútna niðurlagi (rólegt skokk/ganga). Endurheimt: Hlaupa á 60-70% hámarkspúls í 30 mínútur á jöfnum hraða, góð hreyfing til að viðhalda formi örva blóðflæði. Byrjaðu að gera þetta þrisvar í viku og svo getur þú skoðað stöðuna á þér og metið stöðuna eða leitað til golfforms þjálfara sem vinnur í þessu með þér. P.s. Þumalputta reglan til þess að reikna ú hámarkspúls er: 220 - aldur = hámarkspúls Gangi þér vel og góða ferð.
0 Comments
![]() Hver hefur ekki fengið að heyra setningar eins og, horfðu á boltann?Þú leist upp? Þú steigst uppúr sveiflunni? Haltu þunganum í vinstri fætinu? Ef þú hefur farið í golfkennslu eða spilað hring með félögunum hefur þú eflaust fengið að heyra einhvern af þessum frösum. En fyrir hvað standa þessar setningar? Þýðir þetta að þú sláir lengra, beinna eða af meiri stöðugleika ef svo ólíklega vildi til að þú næðir að laga þetta í næsta höggi? Golfsveiflan er flókin og einstaklingsbundið fyrirbæri sem þarfnast mismunandi nálgunar fyrir hvern og einn. Tilgangurinn með þessari grein er að reyna að kenna þér eða segja þér í nokkrum atriðum hvernig þú getur útbúið æfingaáætlun fyrir þig til þess að þú bætir leik þinn. |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|