![]() Orsakir ákveðinn sveiflugalla hjá kylfingum má oft á tíðum rekja til ákveðinna líkamlegra annmarka eins og liðleika eða styrks, eftir því sem kylfingurinn eldist tapast ákveðinn hreyfanleiki og því mikilvægt að viðhalda honum. Kylfingar lenda oft á tíðum í því að þeir fara að slá boltanum í sveig án þess að gera sér grein fyrir hvað veldur, stífleiki sem einstaklingurinn er búinn að þróa með sér getur verið að hafa þessar afleiðingar. Hér verður farið yfir nokkra líkamshluta eins og háls, aftanlæris vöðva og vængvöðva baks. Háls Stífleiki í hálsi getur haft gríðarlega mikil áhrif á kylfinga. Kylfingar ættu að geta sveigt höfuð til hliðar uppá 25-40° og geta snúið því 70-90° til sitt hvorrar áttar. Kylfingar sem eru komnir yfir 60 aldurinn ættu að hafa um 70° snúningsgetu til hvorrar hliðar, yngri en það ættu að vera nær 90°.
0 Comments
|
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|