Golfform - Fitness fyrir kylfinga
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar

Áhrif koffeins á frammistöðu í golfi

25/2/2013

0 Comments

 
Picture
Mikil umræða og misskilningur hefur verið um neyslu koffeins á meðan eða fyrir golfiðkun.  Sumir sérfræðingar telja að neyslan bæti frammistöðu kylfinga en aðrir telja að hún dragi úr frammistöðu.  Rannsókn á þessu var framkvæmd hjá Áströlsku íþóttastofnunni (ÁÍ) og var markmið rannsóknarinnar að reyna að auka upplýsingar um þetta efni annars vegar og hins vegar að draga úr misskilningi varðandi koffein og inntöku þess.

Koffein er ekki á bannlista hjá Alþjóða lyfjaeftirlits nefndinni en það var fjarlægt af bannlista árið 2004,  vinsælir drykkir eins og kaffi, gosdrykkir og jafnvel ýmis lyf innihalda talsvert magnn af koffeini. 30-100 mg af kaffi geta verið í hverjum skammti af ýmsum gosdrykkjum og súkkulaði.



Rannsókn þessi benti til þess að áhrif koffeins á frammistöðu þegar horft er til þolþáttarins sé lítilsverð og einstaklingar bregðast á mismunandi hátt við efninu. Hins vegar kom í ljós að koffein hefur ekki þvaglosandi áhrif eins og almennt var haldið. Drykkir sem innihalda koffein geta verið mikilvægir í daglegri neyslu og þeir hafa ekki vatnslosandi áhrif fyrir þá sem neyta þess í hófi.

Í rannsókn ÁÍ segir hins vegar að ,,sönnun liggur fyrir þess efnis að koffein eykur þol og bætir frammistöðu til skamms tíma, íþróttamenn sem stunda greinar sem eru með mikilli ákefð, miklu álagi og krefjast mikils úthalds bæta frammistöðu sína. Áhrifin á styrkjtarþjálfun og stutta spretti er hins vegar óljós.

Kylfiingar og almennir koffein neytendur ættu hins vegar að fara varlega.  Frammistaðan eykst þegar koffeini er neytt í litlu magni, neytt á misjöfnum tímum fyrir, á meðan og við lok iðkunarinnar. 70-150 mg af koffeini er viðeigandi fyrir flesta. Til hliðsjónar inniheldur kaffibolli 40-110 mg af koffeini og dæmigerður gosdrykkur inniheldur um 40 mg. Þótt ljóst sé að frammistaða eykst þá orsökin fyrir því enn ráðgáta.

Frammistaða eykst ekki með mikilli inntöku á koffeini, þvert á móti getur mikil inntaka leitt til aukins púls, haft áhrif á fínhreyfingar, leitt til skapsveifla og haft áhrif á svefn en allir framagreindir þættir geta haft hamlandi áhrif á frammistöðu kylfinga jafn sem annarra íþróttamanna.

Heimild: Australian Institute of Sport Fact Sheet.
0 Comments



Leave a Reply.

    Golfform

    Sérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina.

    Flokkar

    All
    Frettir
    Fróðleikur
    Fróðleikur
    Golf Liðleiki
    Golf Liðleiki
    Golf Styrkur
    Golf Sveiflan
    Golf Sveiflan

    RSS Feed

    Safn

    May 2015
    April 2015
    March 2015
    January 2015
    July 2014
    April 2014
    March 2014
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    October 2012
    June 2012
    May 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

Þjónusta

Einkaþjálfun
Æfingakerfi

Hópþjálfun
Mælingar

Gjafabréf

Um Golfform

Fyrirtækið
Greinar
Hafðu samband
Umsagnir
Blogg

Picture
Photo used under Creative Commons from mhofstrand
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar