![]() Einn mikilvægasti vöðvahópurinn sem kylfingurinn notar í golfsveiflunni eru core vöðvarnir, en þeir samanstanda af þindinni, djúplægu kviðvöðvunum ásamt skálægu kviðvöðvunum. Þjálfun core vöðvanna er mikivæg fyrir kylfinga því allar hreyfingar líkamans má rekja til þeirra, ef kylfingur er með slaka core vöðva má tengja það beint til minnkandi krafts í golf sveiflunni. Þyngdarpunktur líkamans er í core vöðvunum og þar eru upptök kraft myndunar, afleiðing slakra core vöðva eru yfirleitt léleg eða slæm líkamsstaða sem leiðir svo til slits og meiðsla í líkamanum. Kylfingur sem er með slaka core vöva er viðkvæmur fyrir meiðslum og á hann oft við að stríða litla skilvirkni í sveiflunni. Hér er einfalt sjálfs próf fyrir core vöðvana þína! 1. Leggstu á bakið og beygðu fætur uppí 90° 2. Færðu aðra höndina undir mjóbakið. 3. Haltu góðum þrýsting á hendinni með mjóbakinu. 4. Réttu nú rólega úr fótunum og láttu þá síga rólega að gólfi um leið og þú heldur þrýstingnum á bakinu. Hvað lýsir því best hvað gerðist við framkvæmdina á prófinu. A. Þrýstingurinn á höndina hvarf um leið og ég byrjaði að hreyfa fæturna niðu í átt að gólfi. B. Ég fann að þrystingurinn á höndina minnkaði talsvert C. Ég fann að sami þrýstingur hélst á hendinni allan tímann á sem ég rétti úr fótunum niður í átt að gólfi. Ef A lýsir best hvað gerðist við hreyfinguna þarftu að vinna verulega mikið í core þjálfun, ef B lýsir best hvað gerðist þarftu að leggja nokkra áherslu á core þjálfun. Ef C á best við þig ertu með verulega góðan core styrk og haltu honum við með áframhaldandi þjálfun. Hvað æfingar getur þú gert til þess að þjálfa core vöðvana? Planki er mjög góð core æfing, hægt er að stjórna erfiðleika þjálfunarinnar með því að byrj að á því að vera á hnjám og olnboga og uppí það að vera með annan fótinn í gólfi og aðra hendi. Armbeygjur eru einnig góðar til þess að þjálfa core styrk, þegar ákveðnum grunnstyrk er náð í core vöðvunum er mikilvægt að þróa æfingarnar enn frekar með því að notast við Swiss bolta og taka æfingar eins og Vasahnífinn, Hliðarrúll á bolta og jafnvægi á Swiss bolta.
0 Comments
Leave a Reply. |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|