Golfform - Fitness fyrir kylfinga
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar

Liðleiki í mjöðm

10/6/2013

0 Comments

 
Picture
Hættusvæði - Ef kylfingur hefur liðleika uppá 30°eða minna er hann á hættusvæði.
Kylfingar eru oft á tíðum ekki meðvitaðir um hversu miklum liðleika þeir hafa tapað eiginlega í mjöðmum.
Liðleiki í mjöðm minnkar oft á tíðum með tímanum en algengt er að maður verður ekki var við stífleika fyrr en hann er orðinn um helmingur af þeim liðleika sem hann var áður. Ef kylfingur hefur tapað helmingi af liðleika sínum eru mjaðmirnar á hættusvæði.

Þar sem kylfingar eru oft á tíðum ekki meðvitaðir minnkandi liðleika í mjöðmum sést þeim oft á tíðum yfir að frammistaða þeirra á golfvellinum og/eða bakverkur eru oft á tíðum bein afleiðing stífra mjaðma.

Hversdagsleg atriði á lífsleiðinni eins og hlaup, stefnubreytingar, fótbolti, tæklingar og föll við íþróttaiðkun hafa afleiðingar á stífleika mjaðmasvæðisins.

Eina leiðin til þess að finna út hversu miklum liðleika kylfingur hefur tapað í mjöðmum er að mæla miðlægan mjaðmasnúning. Taka skal fram að þetta mælir ekki hversu mikið þú snýrð mjöðmunum í golfsveiflunni heldur mælir þetta stöðu liðleika í mjöðmum.

Mæling framkvæmd
Leggstu á kviðinn, beygðu hnéin í 90 gráður svo sólinn á fætinum vísi beint uppí loftið. Haltu hnjánum saman en færðu fæturnar frá hvorum öðrum. Gott er að láta félaga þinn eða maka taka mynd af fótunum á snjallsíma í þessari V stöðu. Mældu svo hornið á hvorum fæti fyrir sig þegar þú hefur prentað myndina.

Hvað þýðir þessi mæling?
Í fyrsta lagi þurfa mjaðmirnar að snúast í samtals 120° í golfsveiflunni til þess að sveiflan sé skilvirk. Ef kylfingur hefur bara 30°snúning á hvorri mjöðm, heldur efri hluti líkamans áfram að snúast en mjaðmirnar stoppa sem veldur miklu álagi á mjóbak kylfingsins.
Tvær rannsóknir hafa sýnt fram að atvinnukylfingar sem átti við bakverk að stríða í mjóbaki voru með stífari mjaðmir en þeir sem voru ekki með bakverk.
Í öðru lagi fer blóðflæði um mjaðmaliðina að minnka í kringum 25 ára aldur. Þetta þýðir að eina leiðin til þess að auka þetta blóðflæði er með aukinni hreyfingu. Stífar mjaðmir hreyfast síður og því er ekki gott að vera í hættusvæðinu.
Lág frammistöðu svæði
Kylfingar þurfa að notast við mjaðmasnúning í golfsveiflunni og eru mjaðmirnar og fæturnir vélin í golfsveiflunni og kemur 90% kraftsins sveiflunni frá þessum líkamshlutum.
Ef þú ert með minna en 45°miðlægan snúning í mjöðmunum er vélin ósmurð.  Mikill hluti orkunnar fer í að yfirstíga innri stífleika, þar af leiðandi skilar krafturinn sér ekki útí kylfuna.
Kylfinga með lélega mjaðmavinnu reyna oft að tíðum að auka styrk sinn á þessu svæði en gera sér ekki grein fyrir því að vandamálið liggur í því að mjaðmirnar eru of stífar.
Mikil og röng styrktarþjálfun getur oft á tíðum gert vandamálið enn verra.
Picture
Lág frammistöðu svæði
45°miðlægur snúningur gerir það að verkum að kylfingurinn þarf að vinna á móti stífleikanum í mjöðmunum og krafturinn skilar sér því aldrei eins vel útí kylfuna.
Picture
Há frammistöðu svæði
Kylfingar með 60°miðlægan mjaðmarsnúning eða meira nota enga orku í að yfirvinna stífleika.
Há frammistöðu svæði
Kylfingar með 60°miðlægan mjaðmarsnúning eða meira nota enga orku í að yfirvinna stífleika í þeim 120°snúningi sem þarf að vera til staðar í mjaðmasnúningnum.
Almennt er talið að kylfingar sem spila á hæsta stigi séu með ákveðna hæfileika en það er fyrst og fremst liðleiki í mjöðmum sem lykillinn að frammistöðu þeirra. Þeir geta framkallað mikinn hraða með mjöðmunum eru yfirleitt sterkir og allar hreyfingar eru átakalausar. Það lítur allt út fyrir að vera auðvelt.


Gefðu þér því smá tíma til þess að mæla miðlægan mjaðma snúning hjá þér, það gæti sparað komið þér mun fyrr á rétta braut að byrja vinna með skilvirka bandvefslosun og rétta teygjur fyrir mjaðmasvæði. Það gæti einnig forðað þér frá uppskurðum í bak og ekki kenna hausnum á þér um skort á einbeiting þegar orsökin er stífleiki í mjöðmum.

Ef þú vilt fá nánari útskýringar á mælingunum eða einfaldlega koma í mælingu á mjöðmum og fá viðeigandi æfingar skaltu hafa samband við Golfform á póstfangið haddi@golfform.is.
0 Comments



Leave a Reply.

    Golfform

    Sérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina.

    Flokkar

    All
    Frettir
    Fróðleikur
    Fróðleikur
    Golf Liðleiki
    Golf Liðleiki
    Golf Styrkur
    Golf Sveiflan
    Golf Sveiflan

    RSS Feed

    Safn

    May 2015
    April 2015
    March 2015
    January 2015
    July 2014
    April 2014
    March 2014
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    October 2012
    June 2012
    May 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

Þjónusta

Einkaþjálfun
Æfingakerfi

Hópþjálfun
Mælingar

Gjafabréf

Um Golfform

Fyrirtækið
Greinar
Hafðu samband
Umsagnir
Blogg

Picture
Photo used under Creative Commons from mhofstrand
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar