Þar sem kylfingar eru oft á tíðum ekki meðvitaðir minnkandi liðleika í mjöðmum sést þeim oft á tíðum yfir að frammistaða þeirra á golfvellinum og/eða bakverkur eru oft á tíðum bein afleiðing stífra mjaðma. Hversdagsleg atriði á lífsleiðinni eins og hlaup, stefnubreytingar, fótbolti, tæklingar og föll við íþróttaiðkun hafa afleiðingar á stífleika mjaðmasvæðisins. Eina leiðin til þess að finna út hversu miklum liðleika kylfingur hefur tapað í mjöðmum er að mæla miðlægan mjaðmasnúning. Taka skal fram að þetta mælir ekki hversu mikið þú snýrð mjöðmunum í golfsveiflunni heldur mælir þetta stöðu liðleika í mjöðmum. Mæling framkvæmd Leggstu á kviðinn, beygðu hnéin í 90 gráður svo sólinn á fætinum vísi beint uppí loftið. Haltu hnjánum saman en færðu fæturnar frá hvorum öðrum. Gott er að láta félaga þinn eða maka taka mynd af fótunum á snjallsíma í þessari V stöðu. Mældu svo hornið á hvorum fæti fyrir sig þegar þú hefur prentað myndina. Hvað þýðir þessi mæling? Í fyrsta lagi þurfa mjaðmirnar að snúast í samtals 120° í golfsveiflunni til þess að sveiflan sé skilvirk. Ef kylfingur hefur bara 30°snúning á hvorri mjöðm, heldur efri hluti líkamans áfram að snúast en mjaðmirnar stoppa sem veldur miklu álagi á mjóbak kylfingsins. Tvær rannsóknir hafa sýnt fram að atvinnukylfingar sem átti við bakverk að stríða í mjóbaki voru með stífari mjaðmir en þeir sem voru ekki með bakverk. Í öðru lagi fer blóðflæði um mjaðmaliðina að minnka í kringum 25 ára aldur. Þetta þýðir að eina leiðin til þess að auka þetta blóðflæði er með aukinni hreyfingu. Stífar mjaðmir hreyfast síður og því er ekki gott að vera í hættusvæðinu.
Gefðu þér því smá tíma til þess að mæla miðlægan mjaðma snúning hjá þér, það gæti sparað komið þér mun fyrr á rétta braut að byrja vinna með skilvirka bandvefslosun og rétta teygjur fyrir mjaðmasvæði. Það gæti einnig forðað þér frá uppskurðum í bak og ekki kenna hausnum á þér um skort á einbeiting þegar orsökin er stífleiki í mjöðmum.
Ef þú vilt fá nánari útskýringar á mælingunum eða einfaldlega koma í mælingu á mjöðmum og fá viðeigandi æfingar skaltu hafa samband við Golfform á póstfangið haddi@golfform.is.
0 Comments
Leave a Reply. |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|