Golfform - Fitness fyrir kylfinga
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar

S - líkamsstaða

21/5/2012

0 Comments

 
Picture
S - líkamsstaða er einna algengasta dæmið um vöðva ójafnvægi í líkamanum.  Kylfingar með S - líkamsstöðu hafa sveigju inná við í mjóbakinu, orsökin fyrir þessari sveigju er sú að vöðvarnir í mjóbakinu og beygjuvöðvar mjaðma eru stífir og stuttir en kvið vöðvarnir og rassvöðvarnir eru á móti langir og slakir. 

Það var tékkneskur sjúkraþjálfari að nafni Vladamir Janda sem kom með þessa kenningu fram á sjónarsviðið, hann setti samhengi á milli slæmrar líkmasstöðu hjá fólki og þeirra stellinga sem fólk var í allan liðlangan daginn vegna vinnu sinnar. Ef einstaklingur vinnur við skrifborð í átta tíma á dag styttast beygjuvöðvarnir í mjöðmunum, heilinn sendir þá skilaboð um að það þurfi að slaka á gagnverkandi vöðvum beygjuvöðva mjaðmanna sem í þessu tilfelli eru rassvöðvarnir. Þar sem rassvöðvarnir verða óvirkir fara aðrir vöðvar eins og aftan læris vöðvarnir og mjóbaks vöðvarnir að koma inní hreyfingar eins og mjaðmaréttu sem rassvöðvinn ætti að sjá um einn og sér.

Það er einfalt mál að meta hvort kylfingur er með S-líkamsstöðu, ef hann stillir sér upp til þess að slá högg þá getur félaginn athugað stöðuna á bakinu á honum ef það er veruleg sveigja í mjóbakinu þá er kylfingurinn í S-stöðu og er þar af leiðandi í verulegri hættu á að finna fyrir eymslum í baki við golfiðkun. Hætta er á kylfingar setji sig í þessa líkamsstöðu vísvitandi þar sem þeir hafa heyrt talað um að gott sé að stinga rassinum út þegar stilla sér upp fyrir golfhögg.

Sveiflugallar í tengslum við S-líkamsstöðu
1. Hryggsúlan og mjaðmagrindin vinna illa saman.
2. Hætta á hliðarfærslu  á mjaðmagrind í aftursveiflu.
3. Öfug staða á hryggsúlu í efstu stöðu aftursveiflu, líkami hallar frá skotmarkinu.
4. Helstu áhættan er þó fólgin í því að kylfingurinn meiðist í mjóbaki eða þrói með sér krónískan bakverk.

Leiðir til þess að vinna gegn S-líkamsstöðu
1. Teygja á mjóbaki og beygjuvöðvum mjaðma.
2. Styrkja kviðvöðva og rassvöðva.
3. Æfa í spegli hlutlausa uppstillingu fyrir golfsveifluna. Oft gott að notast við 5 járn og leggja það á bakið á sér og verður uppstilling þá auðveldari.

0 Comments



Leave a Reply.

    Golfform

    Sérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina.

    Flokkar

    All
    Frettir
    Fróðleikur
    Fróðleikur
    Golf Liðleiki
    Golf Liðleiki
    Golf Styrkur
    Golf Sveiflan
    Golf Sveiflan

    RSS Feed

    Safn

    May 2015
    April 2015
    March 2015
    January 2015
    July 2014
    April 2014
    March 2014
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    October 2012
    June 2012
    May 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

Þjónusta

Einkaþjálfun
Æfingakerfi

Hópþjálfun
Mælingar

Gjafabréf

Um Golfform

Fyrirtækið
Greinar
Hafðu samband
Umsagnir
Blogg

Picture
Photo used under Creative Commons from mhofstrand
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar