![]() Nokkrar spurningar hafa borist Golfform varðandi líkamsþjálfun fyrir kylfinga. Helgi spurði: Hvaða styrktarþjálfun sé best að leggja áherslu á til þess að auka sveifluhraða? Góðar æfingar til þess að bæta sveifluhraða eru hvers kyns snúnings æfingar þar sem unnið er til dæmis í trissu eða með æfingateygju. Viðarhögg (e.wood chop) þar sem unnið er einnig með jafnvægi og virkja þarf miðju (e.core) líkamans. Hugsa þarf um að vinna með æfingarnar í sem bestri golfstöðu, hnéin bogin og bakið beint. Æfingar sem styrkja vöðvana kringum herðablaðið, eins og hliðarfærsla og miðjufærsla í trissu hjálpa kylfingum einnig mikið við að auka stjórn á kylfunni í sveiflunni. Kylfingum er velkomið að senda spurningar og fyrirspurnir varðandi líkamsþjálfun fyrir kylfinga á haddi@golfform.is
0 Comments
Leave a Reply. |
GolfformSérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina. Flokkar
All
Safn
May 2015
|