Golfform - Fitness fyrir kylfinga
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar

Sterkt grip - Bændaganga

31/1/2015

0 Comments

 
Picture
Grip kylfingsins um golfkylfuna þarf að vera sterkt og stöðugt til þess að geta skilað kraftinum útí kylfuna sem kylfingurinn býr til með stöðunni og snúningnum í sveiflunni. Það þarf að vera jafnvægi milli þess að halda um kylfuna með afslöppuðu gripi eða ,,dauða" gripi sem leiðir til spennu í upphandleggjum sem síðan hefur áhrif á sveifluna sjálfa.
Það eru margar leiðir þess að bæta gripstyrkinn, hægt er kaupa svokallaða gripþjálfa sem eru mis stífir, einnig er hægt að versla sér bolta eins og skvassbolta og kreista þá t.d. þegar verið er að keyra eða hafa einfaldlega á skrifstofunni og grípa í þá þegar hentar.  Einnig eru fjöldi greina um til um þjálfan framhandleggs og fingurvöðva. Sama hvað leið þú ferð er mikilvægt að vera með plan varðandi þessa þjálfun eins og alla aðra þjálfun, og það þarf að gera ráð fyrir hvíldum líka.

Þó það sé í sjálfu sér gott að hafa æfingar til þess að auka gripstyrk getur einnig verið gott að horfa á heildarmyndina og reyna að gera sér grein fyrir hvort sért nú þegar að þjálfa gripstyrkinn. Ef þú heldur oft á þungum hlutum eða lóðum eykur það styrkinn. Þegar þú ert að halda á lóðum fyrir mismunandi æfingar í líkamsræktarsalnum er það frekar gripið sem gefur sig frekar en stærri vöðvar eða vöðvahópar.

EIn besta æfingin til þess að bæta gripstyrk, axlar og miðju stöðugleika, auk þess að auka hjartslátt er bændaganga.

Hvernig framkvæma skal æfinguna.

1. Lyftu einhverju þungu (handlóði, ketilbjöllu, þungri tösku eða fötu fullri af steinum.
2. Veldu þyngd sem þú getur nokkuð auðveldlega haldið í 20 sekúndur, án þess að leggja áhaldið frá þér.
3. Labbaðu um þar til þú verður að leggja hlutinn frá þér, gættu þess að líkamsstaðan sé góð.
4. Framkvæmdu 2-5 sett af þessari æfingu þar til þú getur haldið þynginni í 1 mínútu. Þegar þú getur verið lengur en 1 mínútu er nauðsynlegt fyrir þig að auka þyngdina.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi líkamsþjálfun fyrir kylfinga hvet ég þig til þess að hafa samband við Golfform á golfform@golfform.is

0 Comments



Leave a Reply.

    Golfform

    Sérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina.

    Flokkar

    All
    Frettir
    Fróðleikur
    Fróðleikur
    Golf Liðleiki
    Golf Liðleiki
    Golf Styrkur
    Golf Sveiflan
    Golf Sveiflan

    RSS Feed

    Safn

    May 2015
    April 2015
    March 2015
    January 2015
    July 2014
    April 2014
    March 2014
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    October 2012
    June 2012
    May 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

Þjónusta

Einkaþjálfun
Æfingakerfi

Hópþjálfun
Mælingar

Gjafabréf

Um Golfform

Fyrirtækið
Greinar
Hafðu samband
Umsagnir
Blogg

Picture
Photo used under Creative Commons from mhofstrand
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar