Golfform - Fitness fyrir kylfinga
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar

Viltu bæta högglengdina?

8/4/2013

0 Comments

 
Ein öruggasta leiðin til þess að bæta högglengd hjá kylfingum er að vinna með líðleika í þeim líkamsparti sem gerir kylfingnum kleift að auka hjá sér sveifluferilinn. Hér til hliðar má sjá tvær æfingar sem kylfingar geta framkvæmt til þess að vinna með bættan sveifluferil.

Brjóstbak
Kylfingar sem eru stífir í brjóstbaki eiga erfiðara með að snúa efri hluta líkamans og eru því með tiltölulega stuttan eða þröngan sveifluferil. Brjóstbaksteygjan á SB hjálpar til við að liðka þennan líkamshluta.

Vængvöðva (Breiðvöðva, Lats) teygjan
Kylfingar með stutta breiðvöðva baks eru oft á tíðum fólk sem vinnur við tölvu eða skrifborð lungann úr deginum, líkamsstaðan gerir það að verkum að vöðvar í brjóstbaki verða slappir en brjóst- og breiðvöðvar verða stuttir og stífir.
Ef þú getur ekki snert vegginn fyrir aftan þig eins og sýnir í þessari teygju þarftu að bæta líðleikann í þessum líkamshluta með því að teygja reglulega á honum. 

Liðleikaþjálfun er ein mikilvægasta þjálfunin hjá kylfingum sem eru 50 og eldri þar sem hreyfifærni og sveigjanleiki glatast með hverju ári.

Viljir þú fá frekari upplýsingar um liðleikaþjálfun og hvernig hún getur hjálpað þér til þess að verða betri kylfingur, hvet ég þig til að hafa samband við Golfform og fá frekari upplýsingar eða panta tíma í líkamsmælingu.

Gangi þér vel!
Hallgrímur Jónasson
CHEK golf performance series þjálfari og Íþróttafræðingur.
0 Comments



Leave a Reply.

    Golfform

    Sérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina.

    Flokkar

    All
    Frettir
    Fróðleikur
    Fróðleikur
    Golf Liðleiki
    Golf Liðleiki
    Golf Styrkur
    Golf Sveiflan
    Golf Sveiflan

    RSS Feed

    Safn

    May 2015
    April 2015
    March 2015
    January 2015
    July 2014
    April 2014
    March 2014
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    October 2012
    June 2012
    May 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

Þjónusta

Einkaþjálfun
Æfingakerfi

Hópþjálfun
Mælingar

Gjafabréf

Um Golfform

Fyrirtækið
Greinar
Hafðu samband
Umsagnir
Blogg

Picture
Photo used under Creative Commons from mhofstrand
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar