Golfform - Fitness fyrir kylfinga
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar

X - áhrifin

4/6/2012

0 Comments

 
Picture
Kenningin um X factor í golfsveiflunni kom fram á sjónarsviðið árið 1992 og var það golfkennarinn Jim McLean sem setti þessa kenningu fram. Enn þann dag í dag er þetta gott og gilt hugtak og golfkennarar jafnt sem flest allir kylfingar er meðvitaður um það.  Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á X-factor eða x-áhrifin eins og þetta verður kallað hér eftir.

Hvað eru x-áhrifin 
Samkvæmt Dr. Greg Rose hjá TPI, er það aðskilnaður á milli efri og neðri hluta líkamans. Ef kylfingur snýr neðri hluta líkamans (mjöðmum) í 40 gráður og efri hluta líkamans (öxlum) í  90 gráður eru x áhrifin hjá þessum kylfingi 50 gráður. (90-40=50).

Betri kylfingar með meiri x-áhrif
Enn er verið að rannsaka þessa ákveðnu hreyfingu í golfsveiflunni, í nýlegri rannsókn sem var framkvæmd í Standford háskólanum á síðasta ári kom greinilega í ljós. eftir því sem x-áhrifin eru meiri hjá kylfingnum því meiri sveifluhraða nær hann að framkvæma. Einnig sýndi rannsóknin fram á það að kylfingar með lægri forgjöf eru með meiri x-áhrif í en kylfingar með hærri forgjöf. 
Kylfingar í fremstu röð eru meðvitaðri um mikilvægi líkamsþjálfunar og stunda hana skipulagt ásamt golfþjálfun sinni.

Hvað er til ráðs?
En hvað getur hinn almenni kylfingur gert til þess að slá lengra? Keypt sér stærri og betri dræver, eða ákveðið að fara að þjálfa líkama sinn þannig hann verði hæfari til þess að sveifla kylfunni sem kylfingurinn er með í höndunum. 
Það gengur ekki að rjúka útá æfingasvæði og ætla að æfa sig í fá meiri x-áhrif í sveifluna, kylfingurinn þarf að byrja á því að auka liðleika og styrkja svo líkamann til þess að hann geti aukið x-áhrifin og sveiflað kylfunni hraðar og með meiri skilvirkni.

Æfingar sem þjálfa rétta vöðva
Hvaða æfingar geta kylfingar  gert til þess að auka þennan þátt hjá sér?
Í raun og veru hjálpa allar æfingar sem innihalda snúnings hreyfingu og sem styrkja core vöðvana sem fjallað var um í síðasta pistli. Planka æfingar og rússneskur kviður er æfing sem þjálfar skálægu kviðvöðvana sérstaklega vel
Ekki skal heldur gleyma því að auka hreyfanleika í líkamanum með réttri liðleika þjálfun.

Æfing - Rússneskur kviður:
1.    Sestu á gólfið með fætur bognar en iljar í gólfi.
2.    Passaðu uppá að stja skáhallandi en vera með beint bak.
3.    Byrjaðu með léttan bolta eða lóð öðru megin við þig og haltu um áhaldið með báðum höndum.
4.    Færðu hlutinn rólega yfir á hina hliðina og láttu hann serta golf hinum megin við þig. (Sjá myndir)
5.    Framkvæmdu þessa hreyfingu 12-20 seinnum og þú getur aukið hraðann ef þú ræður vel við þetta. Framkvæmdu 3 sett með smá hvíld á milli setta.
6.    Hægt er að auka erfiðleika stig æfingarinnar með því að vera með þyngri bolta / lóð. Einnig má halda fótum örlítið frá gólfi til þess að auka erfiðleikann enn frekar og líka bæta við endurtekningum.

0 Comments



Leave a Reply.

    Golfform

    Sérhæfð líkamsþjálfun fyrir kylfinga, sem hefur það að markmiði að vekja kylfinga um líkamlegan undirbúning fyrir golf íþróttina.

    Flokkar

    All
    Frettir
    Fróðleikur
    Fróðleikur
    Golf Liðleiki
    Golf Liðleiki
    Golf Styrkur
    Golf Sveiflan
    Golf Sveiflan

    RSS Feed

    Safn

    May 2015
    April 2015
    March 2015
    January 2015
    July 2014
    April 2014
    March 2014
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    October 2012
    June 2012
    May 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    November 2011

Þjónusta

Einkaþjálfun
Æfingakerfi

Hópþjálfun
Mælingar

Gjafabréf

Um Golfform

Fyrirtækið
Greinar
Hafðu samband
Umsagnir
Blogg

Picture
Photo used under Creative Commons from mhofstrand
  • Forsíða
  • Æfingakerfi
    • Grunnþjálfun
    • Framhaldsþjálfun
    • Afreksþjálfun
  • Þjálfun
    • GolfformPRO
  • Greinar
    • Greinar
  • Um Golfform
    • Umsagnir
    • Hafðu samband
    • Mælingar