Golfform - Líkamsþjálfun fyrir kylfingaGolfform býður uppá heildarlausnir fyrir kylfinga sem vilja bæta líkamlegt ástand sitt og um leið auka möguleika sína á að spila betra golf.
Golfform leggur mikið uppúr sérhæfðum æfingakerfum fyrir einstaklinga, líkamsmælingar á liðleika styrk og líkamsstöðu eru meðal þeirra þátta sem eru skoðaðir við smíði á sérhæfðum æfingakerfum. Golfform býður kylfingum uppá einkaþjálfun, námskeið og fjarþjálfun allt eftir óskum hvers og eins. Önnur þjónusta golfform er: Fyrirtækjaþjónusta - Er golfklúbbur í þínu fyrirtæki? Er ekki tilvalið að panta fyrirlestur fyrir meðlimina. Þjónusta fyrir golfklúbba - Ráðgjöf. Mælingar. Hópþjálfun. Fjarþjálfun. Markviss þjálfun afrekskylfinga. Fyrirlestrar um golfþjálfun - Fyrir golfklúbba jafnt sem fyrirtæki. Hafðu samband til þess að hefja líkamsþjálfun sem skilar þér árangri í golfinu. Hallgrímur Jónasson
![]() Menntun:
CHEK Golf Performance Series þjálfari 2011 B.S. Íþróttafræðingur - KHÍ 2008 Lokaritgerð: Mælingar á afrekskylfingum GK Íþróttakennari - ÍKÍ 1996 Námskeið: Hallgrímur hefur sótt fjölda námskeiða varðandi þjálfun, má þar nefna: Þjálfarabúðir með Robert Linkul og Rick Howard - Keilir Sept. 2014 Styrktarþjálfun yngri íþróttamanna í hópíþróttum. - Keilir 2011 Athletic Essential - Keilir 2011, Speed and power (A closer look) - Keilir 2011, Æfingkerfasmíð - Keilir 2010, Styrktarþjálfun m. eigin líkama - Keilir 2010, Hraðaþjálfun - Keilir 2010, Grunnstig GSÍ A.1. 2007, auk fjölda annarra námskeið á vegum ÍSÍ og HSÍ á síðustu 10 árum. Golf reynsla: Hallgrímur hefur spilað golf frá árinu 1990. Hallgrímur hefur komið að golfkennslu fyrir börn og unglinga auk byrjenda í fjölda ára sem Draumagolfs leiðbeinandi. Draumagolf er vefsvæði fyrir kylfinga sem vilja æfa markvisst, svæðið er rekið af Jóni Karlssyni PGA golfkennara. www.draumagolf.is |
|